Microsoft word - %20%20%20%20%20brj%f3stagjafaverkefni[1]

Brjóstagjafaverkefni
Getnaðarvarnir og frábending lyfja við brjóstagjöf
Samkvæmt rannsókn Sóleyar Bender frá árinu 2009, Nýjar áherslur í ráðgjöf um getnaðarvarnir – ungt fólk þarf breytta þjónustu, er vaxandi þörf á því í samfélaginu að efla kynheilbrigðis þjónustu fyrir ungt fólk og falla innan hennar fræðsla og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Aðgengi að sérhæfðri ráðgjöf um getnaðarvarnir fyrir ungt fólk hefur verið takmarkað hér á landi og er mikil þörf á að auka gæði þjónustunnar, og eru hugmyndir um að gefa eigi hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum hér á landi, sem hafa að baki öflugt og gott háskólanám, heimild til að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Þörfin á þessu endurspeglast meðal annars í hærri þungunartíðni hjá ungu fólki hér á landi, en til dæmis á öðrum Norðurlöndum, en rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk hér byrjar snemma að stunda kynlíf og tekur margvíslega áhættu í kynlífi (Sóley Bender, 2009). Hér á eftir verður farið í þær getnaðarvarnir sem eru í boði fyrir konur sem eru með börn á brjósti og einnig farið í Mikið og fjölbreytilegt úrval er til af getnaðarvörnum hér á landi og mismunandi hvaða getnaðarvörn hentar hverjum og einum. Sama á hvaða aldri þú ert og hver hjúskaparstaðan þín er, geta getnaðarvarnir verið þér jafn nauðsynlegar. Getnaðarvarnir eru aðalega notaðar til að reyna að koma í veg fyrir getnað þar sem við stundum kynlíf oftast til að njóta þess en ekki til að eignast börn,en talið er að 80-90% kvenna sem stunda reglulegt kynlíf án getnaðarvarna verði óléttar innan árs. Annars eru líka til getnaðarvarnir sem verja okkur gegn kynsjúkdómum og er þá smokkurinn talin vera bestur (Landlæknisembættið, 2002). Konur sem eru með börn á brjósti er ráðið frá því að nota sumar hormónatengdar getnaðarvarnir, og þá sérstaklega þær sem innihalda estrógen, þar sem hormónarnir geta borist í brjóstamjólkina og þaðan yfir í barnið en rannsóknir hafa sýnt að magn etinýlestradíóls sem berst yfir í brjóstamjólkina er breytilegt frá 0,03% til 1% af inntökunar skammti móðurinnar. Það sem þó er talið vera verra er að estrogenið getur einnig haft hamlandi áhrif á prólaktín sem getur orðið til minnkaðrar mjólkurframleiðslu hjá móðurinni og þannig haft áhrif á getu hennar til að næra barnið sitt á brjóstamjólk og aukið líkur á að móðirin gefist upp á brjóstagjöfinni og leiti annarra leiða til að næra barnið sitt ( Truitt, ofl., 2009). Þær getnaðarvarnir sem eru í boði fyrir þær eru smokkurinn sem er 99% öruggur ef hann er rétt notaður og veitir einnig vörn gegn kynsjúkdómum og koparlykkjan ef hún er rétt staðsett. Koparlykkjan kemur að miklu leyti í veg fyrir að sáðfrumur nái að frjóvga eggið, en hún breytir líka legslímhúðinni þannig að ef egg frjóvgast festist það ekki í leginu. En hún er einnig langtíma vörn sem að hægt er að nota í 3-7 ár og hægt að fjarlægja hvenær sem er (Landlæknisembættið, 2002). Einnig er hægt að nota brjóstagjöfina sjálfa sem getnaðarvörn til að byrja með en sú aðferð hefur verið mjög vanmetin, en ef rétt er farið að, hafa rannsóknir sýnt fram á allt að 98-100% öryggi með að nota þá aðferð. Til að hægt sé að reikna með þessu öryggi eru þrjú skilyrði sem þarf að fylgja. Þau eru að barnið sé nánast eingöngu á brjósti og að ekki líði meira en 4 tímar milli brjóstagjafa á daginn og 6 tímar á nóttunni, að barnið sé yngra en 6 mánaða og að móðirin sé ekki byrjuð að hafa tíðablæðingar aftur eftir barnsburð, og eru þá undanskildar þær blæðingar sem kallast úthreinsun sem eru fyrst eftir fæðingu og geta staðið yfir í allt að 8 vikur (Kapp og Curtis, 2010). Á meðan verið er að ákveða hvaða getnaðarvörn hentar best, er best að nota smokkinn til að koma í veg fyrir getnað ef hans er ekki óskað. Til eru ákveðin lyf sem eru venjulega ekki ætlað konum sem eru mað barn á brjósti. Samt sem áður styðjast takmarkanir af þessu tagi oft á tíðum einungis við fræðilegan grunn en ekki á staðreyndum eða klínískum athugunum. Mörg krabbameinslyf hafa verið álitin óheppileg þegar kona er með barn á brjósti. En ef ákveðið er að konan haldi áfram í lyfjameðferð og sé með barn á brjósti, þá skal fylgjast vel með magni lyfjanna í brjóstamjólk, plasma ungbarnsins sem og allri blóðmynd barnsins(Moretti, Lee & Ito, 2000). Hvað varðar Methotreaxate, lyf sem er notað í litlum skömmtum við iktsýki, þá hefur ekki komið fram að það hafi slæm áhrif á barn sem er á brjósti. Svipað má segja um lyf á borð við Amiodarone, sem getur haft áhrif á skjaldkirtil ungbarnsins, þá skal fylgjast með blóðstatus og skjaldkirtilsstarfsemi barnsins. Ef skoðuð eru nokkur eiturlyf, þá eru amfetamín, kókaín og heróín skaðleg ungbörnum sem er á brjósti hjá móður sem tekun inn þessi efni. Eiturefni hafa fundist í brjóstamjólk og jafnvel í þvagi ungbarnsins(Moretti, Lee & Ito, 2000). Alkóhól og reykingar hafa líka slæm áhrif á barn sem nærist á brjóstamjólk. Alkóhól getur valið Cushing‘s syndrome hjá nokkurra mánaða gömlu barni og nikótín getur bæði dregið úr mjólkurmyndun ásamt því að niktótín hefur fundist í brjóstamjólk(Moretti, Lee & Þó er niðurstaða margra rannsókna sú að fá lyf eru sögð til frábendingar þegar kemur að brjóstamjólk(Moretti, Lee & Ito, 2000). Heimildaskrá
Kapp, N. og Curtis, K. (2010). Combined oral contraceptive use among breastfeeding women: a systemic review. Contraception, 82, 10-16. Landlæknir (2002). Leiðbeiningar um getnaðarvarnir. Reykjavík: Landlæknisembættið. Moretti, M.E., Lee, A. & Ito, S. (2000). Which drugs are contraindicated during breastfeeding? Practice guidelines. Canadian family physician, 46, 1753-1757. Sóley S. Bender (2009). Nýjar áherslur í ráðgjöf um getnaðarvarnir– ungt fólk þarf breytta þjónustu. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(1), 44-47. Truitt, S.T., Fraser, A.B., Gallo, M.F., Lopez, L.M.,Grimes, D.A. og Schulz, K.F. (2009). Combined hormonal versus nonhormonal versus preogestin- only contraception in lactation. Chohrane Databese of Systematic Reveiws. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. sótt af: http://apps.who.int/rhl/reviews/CD003988sp.pdf

Source: http://www.brjostagjof.is/attachments/File/Getna__arvarnir_og_fr__bendingar_lyfja_vi___brj__stagj__f.pdf

Microsoft word - korrekte entwurmung des pferdes.doc

Empfehlungen zur korrekten Entwurmung des Pferdes Tierärztliche Gemeinschaftspraxis Dr. Silke Zuck und Dr. Yvonne Ehrenfels Neckarufer 8 69221 Dossenheim Schwabenheim Tel 06221 86 81 180 Fax 06221 86 280 89 tierarztpraxis-zuck-ehrenfels.de Korrekte Entwurmung des Pferdes Da Pferde heutzutage auf begrenzten Weideflächen gehalten werden ist der Infekti

Inac lanzar manual con cortes de cerdo y pollo

NOTICIAS INTERNACIONALES al 20/04/11 BRASIL Servicio sanitario ruso comenta los resultados poco satisfactorios de una inspección en plantas brasileñas que terminó el 18/04/11 y anticipa la posibilidad de adoptar medidas más severas Apr 19, 2011 A two-week inspection of Brazilian meat-processing plants intended to export their products to the Russian market was completed on

Copyright © 2010 Health Drug Pdf